Þjóðfylkingin ákærð fyrir fölsk störf

Marine Le Pen formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn hefur nú verið …
Marine Le Pen formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn hefur nú verið ákærður fyrir að falsa stöður aðstoðarmanna Evrópuþingmanna flokksins. AFP

Franska Þjóðfylkingin (Front National) hefur verið ákærð fyrir að fyrir að falsa stöður aðstoðarmanna Evrópuþingmanna flokksins.  Segir BBC flokkinn hafa staðfest þetta og að fjármálastjóri flokksins hafi sagt ákærurnar vera „eðlilegt framhald“ ákæranna sem flokksformaðurinn Marine Le Pen sætti í júní á þessu ári.

ESB greiddi um fimm milljónir evra til aðstoðarmanna Þjóðfylkingarinnar sem ekki voru þó að sinna störfum fyrir Evrópuþingmenn flokksins, líkt og greiðslurnar gerðu ráð fyrir, heldur voru þeir að vinna fyrir flokkinn í Frakklandi.

Þjóðfylkingin hefur hafnað ásökunum og segist munu sanna að flokkurinn hafi ekki dregið að sér fé.

Flokkurinn er sakaður um að hafa sótt milljónir evra í greiðslur í sjóði sem eyrnamerktir eru aðstoðarmönnum þingmanna Evrópuþingsins. 

Franskir saksóknarar lögðu fram ákæruna í lok síðasta mánaðar, en áður hafa Le Pen, faðir hennar Jean-Marie Le Pen og Louis Aliot, varaformaður og maki Le Pen sætt rannsókn vegna launagreiðslna til 40 aðstoðarmanna þingmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert