Glæpagengin framlengja vopnahléið

AFP

Skipulagðir glæpahópar í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að framlengja um mánuð vopnahlé sem hefur gilt frá því í nóvember. Glæpahóparnir sömdu vopnahlé eftir að ungur maður var skotinn til bana 9. nóvember í tengslum við átök á milli glæpahópanna.

Dagblaðið BT greindi frá þessu í gær og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildum. Þrír hafa látist í tengslum við átök á milli hópanna frá því í byrjun sumars auk þess sem nokkrir hafa særst í skotbardögum. 

Lögreglan hefur handtekið rúmlega fimmtíu manns í skipulögðum aðgerðum gegn skipulögðum brotahópum. 

9. nóvember var Ghassan Ali Hussein, 22 ára, skotinn til bana og 19 ára piltur særðist þegar tveir vopnaðir menn skutu á bifreið þeirra í Mjølnerparken. Eftir það komu feður félaga í glæpasamtökunum <span>Brothas og Loyal to Familia saman og sömdu um vopnahlé milli þeirra. </span>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert