Ullah var undir áhrifum eldklerksins

Akayed Ullah stóð fyrir sprengjutilræðinu.
Akayed Ullah stóð fyrir sprengjutilræðinu. AFP

Akayed Ullah, maðurinn sem stóð fyrir sprengjutilræði við Port Authority samgöngumiðstöðinni í New York á mánudaginn síðastliðinn, aðhylltist öfgafullum skoðunum eftir að hann flutti til Bandaríkjanna. Lögreglan í Bangladess segir hann hafa meðal annars lesið verk eftir eldklerkinn Jashim Uddin Rahmani sem tengist íslömskum öfgasamtökum. 

Lögreglan í Bangladess hefur þessar upplýsingar frá eiginkonu hans sem býr í borginni Dhaka í Bangaldess. Hún og fjölskylda hennar hefur verið yfirheyrð eftir tilræðið. Ullah kom reglulega til Bangladess þar sem eiginkona hans og barn búa eftir að hann flutti til Bandaríkjanna árið 2011. Hann hafi jafnframt hvatt konu sína til að lesa efnið sem hún hafi ekki gert.    

Ullah er al­var­lega slasaður eft­ir til­ræðið, en hann var með heima­til­búið sprengju­vesti vafið um sig. Þrír aðrir særðust i til­ræðinu sem átti sér stað á há­anna­tíma. Hann hefur verið ákærður fyr­ir vopna­eign, fyr­ir stuðning við hryðju­verka­sam­tök og fyr­ir hryðju­verka­ógn.

Rahmani hlaut fimm ára fang­elsi fyr­ir að hvetja til morðs á bloggara árið 2013. Tveir menn sem frömdu morðið voru dæmdir í fangelsi. Bækur Rahmani eru talsvert útbreiddar á netinu og íslamistar lesa þær mikið í Bangaldess.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert