Dæmdur til dauða og í lífstíðarfangelsi

STR

Héraðsdómstóll í Kerala-héraði dæmdi í dag mann til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt unga konu á hrottalegan hátt í fyrra.

Konan, sem var 29 ára gömul, fannst látin í blóðpolli á heimili sínu í Perumbavoor 28. apríl í fyrra. Tæplega 30 stungusár og bitför voru á líkinu.

Muhammed Ameerul Islam í morgun dæmdur til dauða og að sögn saksóknara á Islam sér engar málsbætur vegna þess hrottalegs ofbeldis sem hann beitti konuna.

Mikil reiði greip um sig meðal almennings á Indlandi þegar málið kom upp en konan var dalíti. Dalítar eru að jafnaði blásnauðir, hafi lítil sem engin raunveruleg áhrif í stjórnmálum og eru svo lágt settir að þeir njóta lítilla mannréttinda. Svo langt er stundum gengið í að niðurlægja dalíta að þeir megi oft ekki jarðsetja látna ættingja.

Islam var dæmdur til dauða fyrir morðið og í lífstíðarfangelsi fyrir nauðgunina, segir lögmaður Islam. Hann segir að skjólstæðingur hans hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð og niðurstöðinni verði áfrýjað.

Hann segir að lögreglan hafi komið sökinni á Islam til þess að hylma yfir eigið dugleysi við að finna þann seka. 

Unga konan var að læra lögfræði og bjó með móður sinni. Hún var ekki heima þegar dóttir hennar var myrt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert