Brexit á næsta stig

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Tim Barrow sem fer með …
Theresa May forsætisráðherra Bretlands og Tim Barrow sem fer með málefni Breta hjá ESB. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að halda áfram viðræðum um útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit. Þetta segir Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins.

Þetta þýðir að viðræðurnar fara á næsta stig þar sem meðal annars verður rætt um viðskipti, öryggis- og varnarmál.

Bretar ganga úr Evrópusambandinu í mars 2019 en viðræður hefjast að nýju í næstu viku um næstu skref. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, hefur varað við því að sú vinna geti reynst erfiðari en það sem hefur þegar náðst samkomulag um.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert