Slakað á reglum um nethlutleysi

Margir mættu og mótmæltu ákvörðun fjarskiptanefndarinnar varðandi nethlutleysi.
Margir mættu og mótmæltu ákvörðun fjarskiptanefndarinnar varðandi nethlutleysi. AFP

Bandaríska fjarskiptanefndin (e. Federal Communications Commission) hefur samþykkt endurskoðun á reglum um nethlutleysi. Var þetta samþykkt í nefndinni með þremur atkvæðum gegn tveimur. Tillagan var sett fram af repúblikananum Ajit Pai sem segir þetta muni binda enda á „strangar“ reglur sem komi í veg fyrir fjárfestingar og nýsköpun.

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, kallaði eftir því árið 2014 að fjarskipanefndin setti strangar reglum um nethlutleysi. Þá var fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um sem veita netþjón­ustu gert óheim­ilt að gera upp á milli aðila með því t.d. að selja fyr­ir­tækj­um á borð við Net­flix auk­in net­hraða fyr­ir viðskipta­vini sína.

Demókratinn Mignon Clyburn, einn þeirra sem kaus gegn tillögunni, segir hana til þess fallna að afhenda handfylli stórfyrirtækja lykla af internetinu. Heitar umræður áttu sér stað í nefndinni um tillöguna fyrir kosningu.

BBC greindi einnig frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert