Tveir látnir eftir jarðskjálfta á Jövu

Fólk safnaðist saman á götum úti eftir skjálftann.
Fólk safnaðist saman á götum úti eftir skjálftann. AFP

Staðfest er að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að jarðskjálfti upp á 6,5 að stærð skók eyjuna Jövu í Indónesíu  í gær. Fólkið lést þegar byggingar hrundu ofan á það. Talið nokkuð víst að fleiri hafi látið lífið í skjálftanum

Töluvert tjón varð á mannvirkjum og að minnsta kosti hundrað hús eyðulögðust í héruðum í vesturhluta Jövu, þar á meðal nokkur sjúkrahús og hafa sjúklingar verið fluttir á brott. AFP fréttastofan greinir frá.

Skjálftinn fannst víða um eyjuna, þar á meðal í höfuðborginni Jakarta, sem er í um 300 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.

Yfirvöld eru enn að meta áhrif skjálftans og umfang eyðileggingarinnar og eru íbúar á svæðinu hvattir til að vera varkárir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert