Bresk kona myrt í Líbanon

Rebecca Dykes hafði starfað í Líbanon frá því í janúar …
Rebecca Dykes hafði starfað í Líbanon frá því í janúar á þessu ári. AFP

Bresk kona að nafni Rebecca Dykes, sem var starfsmaður sendiráðs Breta í Beirút í Líbanon, fannst látin í gærkvöldi. Samkvæmt fréttastofu BBC var hún kyrkt og fannst lík hennar í vegkanti við hraðbraut norður af Beirút.

Ekkert bendir til þess að morðið hafa verið framið í pólitískum tilgangi, að því er embættismaður sem vinnur að rannsókn málsins segir við fréttastofu AFP. Þá mun fara fram rannsókn á því hvort um kynferðisbrot hafi verið að ræða.

Hugo Shorter, sendiherra Breta í Líbanon, sagði í yfirlýsingu allt sendiráðið í losti vegna málsins og hugur þeirra allra væri hjá vinum og fjölskyldu hinnar látnu. Þá ynnu þau náið með yfirvöldum í Líbanon að rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert