2ja ára dóm fyrir „samkynhneigt kynlífsteiti“

Indónesísk lögregla sýnir fjölmiðlum í landinu sönnunargögn vegna meints kynlífsteitis …
Indónesísk lögregla sýnir fjölmiðlum í landinu sönnunargögn vegna meints kynlífsteitis samkynhneigðra karla, sem sagðir eru brjóta gegn klámlöggjöf landsins. AFP

Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt tíu menn til að sæta tveggja ára fangelsis vist fyrir að taka þátt í kynlífspartíi sem samkynhneigðir karlar eru sagir hafa haldið í sánu.

Lögregla gerði áhlaup á líkamsræktarstöð í höfuðborginni Jakarta í maí á þessu ári og handók þá 141 karlmann fyrir þátttöku í hinu meinta kynlífsteiti. Voru mennirnir tíu í þeim hópi.

Flestum mannanna var sleppt úr haldi, en tímenningarnir voru dæmdir sekir um að hafa brotið umdeilda klámlöggjöf sem var sett árið 2008.

„Sekt sakborninganna hefur verið sönnuð og þeir fundnir sekir um að sýna nekt og kynlífsþrælkun á almannafæri,“ segir í dómskjölunum.

Þá var mönnunum gert að greiða einn milljarð rúpía í sekt, eða tæpar 78 milljónir króna. Dómurinn þykir til vísbendinga um vaxandi andúð í garð hinsegin fólks í Indónesíu, en samkynhneigð er lögleg í landinu utan hins íhaldssama Aceh héraðs. Lögregla hefur hins vegar nýtt sér stranga klámlöggjöf landsins, sem og lagt fram fíkniefnaákærur til að glæpavæða hinsegin fólk á sl. 18 mánuðum.

Mannréttindasamtök hafa fordæmt dóminn. „Þetta er misbeitning á réttindum þessara samkynhneigðu karla. Þetta er ekki glæpur, þeir meiddu engan,“ hefur AP-fréttastofan eftir Andreasi Harsono, starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch í Jakarta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert