Ætlar ekki að reka Mueller

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ekkert hæft í fréttum af því að hann hafi ætlað sér að reka Robert Mueller, sérstakan saksóknara sem fer með rannsókn á afskiptum Rússa að forsetakosningunum þar í landi í fyrra.

Í frétt BBC kemur fram að aukin spenna sé komin í samskipti starfsfólks Hvíta hússins og skrifstofu Muellers.

Á laugardag greindi lögmaður úr starfsliði forsetaframboðs Trumps frá því að starfsfólk Muellers hefði með ólöglegum hætti lagt hald á þúsundir tölvupósta frá þeim. Trump segir að starfsfólk hans sé mjög ósátt við það hvernig skrifstofa Muellers hafi með ólögmætum hætti komist yfir tölvupóstana en Trump ræddi stuttlega við fréttamenn þegar hann sneri aftur í Hvíta húsið í gær eftir helgardvöl í Camp David.

Engar hugmyndir væru hins vegar um að reka Mueller úr starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert