Bandaríkin beittu neitunarvaldi

Ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna kaus í dag um upp­kast að samþykkt …
Ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna kaus í dag um upp­kast að samþykkt þar sem synjað er þeirri ákvörðun Don­alds Trumps að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els. AFP

Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag þegar greidd voru atkvæði um samþykkt þar sem ákvörðun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels er synjað. Í tillögunni segir að yfirlýsing Bandaríkjastjórnar hafi ekkert lagalegt gildi og að fella verði hana úr gildi.

Yfirvöld í Palestínu segja það óásættanlegt að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi sínu. Talsmaður Mahmud Abbas, forseta Palestínu, segir að framkoma Bandaríkjanna í öryggisráðinu sé „óásættanleg og að hún ógni stöðugleika í alþjóðasamfélaginu þar sem ákvörðunin sé vanvirðing við vilja alþjóðasamfélagsins.“

14 af 15 ríkjum SÞ sem eiga sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögunni.

Riyad H. Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur í …
Riyad H. Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur í höndina á Amr Aboulatta, sendiherra Egyptalands hjá SÞ, á fundi öryggisráðsins í dag. AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, þakkaði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, fyrir að beita neitunarvaldinu. Þakkirnar færði hann í myndskeiði sem hann birtir á Twitter þar sem hann segir meðal annars: „Sannleikurinn sigrar lygar. Takk fyrir, Trump forseti. Takk fyrir, Nikki Haley.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert