„Ekki láta nasistana stjórna“

Mótmælandi í Vín í dag.
Mótmælandi í Vín í dag. AFP

Þúsundir komu saman til mótmæla í miðborg Vínar í Austurríki í dag þar sem ný hægristjórn tók við völdum í landinu. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokks­ins, tók við völdum sem forsætisráðherra.

„Ekki láta nasistana stjórna,“ var meðal þeirra skilaboða sem mótmælendur komu á framfæri þegar Kurz tók við völdum.

Stjórnarflokkarnir, Þjóðarflokkurinn og Frels­is­flokk­ur­inn, hafa í hyggju að herða reglur er varða innflytjendamál en slík mál voru mikið í umræðunni í kosningabaráttunni. Eins hétu þeir að stöðva Evr­ópu­sam­bandið í að hafa of mik­il áhrif á mál­efni Aust­ur­rík­is og að dregið yrði úr allri skriffinnsku.

Sebastian Kurz.
Sebastian Kurz. AFP

Stórt svæði var girt af í kringum ráðuneytisbyggingar í dag en talið er að mótmælendur hafi verið sex þúsund. 

Frels­is­flokk­ur­inn á ræt­ur sín­ar að rekja í nas­isma og hef­ur lengst af boðað mikla and­stöðu við flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur. 

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert