Eldur í spennistöð olli rafmagnsleysi

Frá alþjóðaflugvellinum í Atlanta í morgun.
Frá alþjóðaflugvellinum í Atlanta í morgun. AFP

Eldur í neðanjarðarspennistöð Georgia Power, sem sér Hartsfield-Jackson-flugvellinum í Atlanta fyrir rafmagni, gerði það að verkum að rafmagnslaust varð á flugvellinum í rúmar 11 klukkustundir í gær.

Frétt mbl.is: Rafmagnslaust á fjölfarnasta flugvellinum

Frétt mbl.is: Rafmagn komið á

Mik­il rösk­un varð á öllu flugi til og frá alþjóðaflug­vell­in­um í Atlanta eft­ir að raf­magn fór af. Aflýsa þurfti hundruðum flugferða og enn er unnið að því að koma flugsamgöngum í samt horf. Um 250 þúsund farþegar fara um flugvöllinn á hverjum degi og eru flug­ferðirn­ar um 2.500 tals­ins.

Í tilkynningu frá Georgia Power, sem BBC greinir frá, kemur fram að bilun í sjálfvirku stjórnborði spennustöðvarinnar hafi að öllum líkindum orsakað eldinn. Kaplar og annar búnaður varð fyrir skemmdum. Þá varð öryggisbúnaður, sem átti að tryggja flugstöðinni varafl í rafmagnsleysi, einnig fyrir skemmdum.

Þeir flugfarþegar sem áttu bókað flug í gær en komust ekki leiðar sinnar hafa þurft að bíða í röð í dag til að fá nýja flugmiða. Töluverðar tafir eru því ennþá á flugvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert