Hvíta húsið komið í jólabúninginn

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, bregður ekki út af hefðinni og sér um og stjórnar jólahaldi Hvíta hússins.

Hver forsetafrú setur sitt mark á skreytingar hvers árs þar sem ekkert er sparað til. Í ár hefur forsetafrúin auk sjálfboðaliða og starfsfólks hússins sett upp 53 jólatré, yfir 12 þúsund skreytingar, tæpan fimm og hálfan kílómetra af jólaseríum, 71 jólakrans og fjöldann allan af piparkökuhúsum.

Melania Trump stjórnaði jólaskreytingum í ár.
Melania Trump stjórnaði jólaskreytingum í ár. AFP


Sjálfboðaliðar alls staðar að úr Bandaríkjunum koma til að skreyta húsið. „Þetta er húsið okkar allra,“ sagði Melania þegar hún þakkaði sjálfboðaliðum og starfsfólki við opnun hússins eftir skreytingu.

Frá 1. desember hvert ár til 1. janúar eru haldnir jólaviðburðir í húsinu og það fallega skreytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert