Rannsakar skattgreiðslur IKEA

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst hefja ítarlega rannsókn á greiðslu sænska húsgagnaframleiðandans IKEA á fyrirtækjasköttum.

Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Grunur er uppi um að hollensk stjórnvöld kunni að hafa veitt starfsemi fyrirtækisins í Hollandi, Inter Ikea, óeðlilegar skattaívilnanir.

mbl.is fjallaði um meint skattaundanskot IKEA í fyrra, en þá Græningjar á Evrópuþinginu létu gera skýrslu um máli og var hún birt í samstarfi við mbl.is, Morgunblaðið og fjölmarga erlenda fréttamiðla.

Haft er eftir Margrethe Vestager, yfirmanni samkeppnismála í framkvæmdastjórninni, að öll fyrirtæki, stór og smá, fjölþjóðleg eða ekki, ættu að greiða sína skatta.

Evrópusambandið hyggst kanna hvort brotið hafi verið gegn reglum þess um ólögmæta ríkisaðstoð en samkvæmt þeim er ekki heimilt að veita fjölþjóðlegum fyrirtækjum skattaívilnanir sem ekki standa öðrum fyrirtækjum til boða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert