Tíu létu lífið í troðningi

Kort/Google

Tíu manns létu lífið og tugir urðu fyrir meiðslum í troðningi í morgun í veislu sem haldin var í tengslum við jarðarför í borginni Chittagong í Bangladess.

Fram kemur í frétt AFP að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn óttist að tala látinna eigi eftir að hækka. Talan færi hugsanlega upp í 15 manns. Jarðarförin var vegna andláts borgarstjóra borgarinnar. Lögreglan varð að ryðja veislusvæðið.

Borgarstjórinn Mohiuddin Chowdhury, áhrifamaður í stjórnarflokknum Awami-bandalaginu, lést á föstudaginn. Samkvæmt hefð bauð fjölskylda hans og flokkurinn til veislu sem að minnsta kosti 100 þúsund manns mætti í. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert