Trump ánægður með samvinnuna

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að bandaríska leyniþjónustan CIA hefði bjargað „mörg þúsund mannslífum“ í Rússlandi. Leyniþjónustan lét Rússa fá gögn sem urðu til að hægt var að koma í veg fyr­ir mann­skæð hryðju­verk í Pétursborg í fyrradag.

Trump segir þetta væri dæmi um hvað sé hægt að gera þegar Washington og Moskva vinna saman.

Vladimir Pútín, for­seti Rúss­lands, þakkaði Trump í gær fyrir að hafa varað við árásinni. Í frétt AFP-frétta­veit­unn­ar seg­ir að gögn­in hafi komið lög­reglu­yf­ir­völd­um í Rússlandi að gagni við að upp­ræta hóp hryðju­verka­manna á veg­um hryðju­verka­sam­tak­anna sem kenna sig við ríki Íslams. Var hóp­ur­inn að leggja á ráðin um sjálfs­morðsárás sem átti að fram­kvæma hinn 16. des­em­ber.

„Þeir náðu að handtaka hryðjuverkamennina áður en þeir náðu að framkvæma sín voðaverk. Enginn særðist, sem er frábært og þannig á þetta að vera,“ sagði ánægður Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert