Fyrsta tíst Trumps 2018

AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, beinir sjónum sínum að Pakistan í fyrstu færslunni á Twitter árið 2018. Hann sakar Pakistana um lygar og blekkingar í garð Bandaríkjanna á sama tíma og þjóðin þiggur milljarða Bandaríkjadala í aðstoð.

Hann sakar Pakistana einnig um að skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn.

Pakistönsk yfirvöld hafa svarað tísti Trumps fullum hálsi og vísar til ófara Bandaríkjamanna í Afganistan. 

Í frétt BBC kemur fram að Bandaríkin íhugi að neita að láta af hendi yfir 250 milljónir Bandaríkjadala aðstoð sem átti að afhenda yfirvöldum í Islamabad í ágúst en var frestað.

Yfirvöld í Pakistan boðuðu sendiherra Bandaríkjanna á sinni fund vegna skrifa Trump á Twitter í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu er afar fátítt að sendiherrann sé kallaður á fund utanríkisráðuneytisins en yfirvöld í Pakistan eru afar ósátt við tíst Trumps.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert