Neitaði að yfirgefa látinn eiganda sinn

Zsa zsa er af smáhundategundinni Havanese. Myndin tengist fréttinni ekki …
Zsa zsa er af smáhundategundinni Havanese. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd/Facebook

Það má með sanni segja að hundurinn Zsazsa sé tryggur og trúr húsbónda sínum, sama hvað gengur á. Nokkrum vikum eftir lát húsbóndans lá Zsazsa sem fastast við lík hans og vildi sig hvergi hreyfa.

Hin níu ára gamla Zsazsa, sem er af smáhundategundinni Havanese, fannst við hlið húsbónda síns í íbúð í Búdapest á miðvikudag. Tíkin var vannærð þegar lögreglan kom að henni, en nokkrar vikur eru liðnar frá andláti húsbónda hennar, sem var kona á sjötugsaldri. Talið er að hún hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Dýraverndunarsamtök tóku Zsazsa að sér og segir talsmaður þeirra að hún hafi haft aðgang að þurrmat, en að hún hefði drepist ef hún hefði ekki fundist. Tíkin var veikburða og átti erfitt með að standa þegar lögreglan kom að honum og þurfti að draga hana í burtu frá húsbónda sínum.

Zsazsa er hins vegar öll að koma til og er farin að dilla skottinu á ný.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert