Sendu út eldflaugaviðvörun fyrir mistök

Allir íbúar Hawaii fengu skilaboð þess efnis að eldflaug stefndi …
Allir íbúar Hawaii fengu skilaboð þess efnis að eldflaug stefndi á eyjarnar. AFP

Öryggisyfirvöld á Hawaii í Bandaríkjunum sendu öllum íbúum eyjanna skilaboð þar sem þeim var fyrirskipað að leita skjóls vegna eldflaugaárásar í dag. Nokkrum mínútum síðar gáfu þau út yfirlýsingu þess efnis að um mistök hefði verið að ræða. New York Times greinir frá.

Atvikið átti sér stað nú þegar spennan hefur magnast í samskiptum við Norður-Kóreu, sem hefur tilkynnt að nú búi hernaðaryfirvöld þar yfir búnaði sem geri þeim kleift að skjóta eldflaugum til Bandaríkjanna.

Tulsi Gabbard, talsmaður og demókrati á Hawaii, skrifaði á Twitter að hún hefði fengið staðfest að engin eldflaug væri á leið til Hawaii, en viðvörunin kom mörgum í uppnám.

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fylgist með eldflaugaræfingu.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fylgist með eldflaugaræfingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert