Trump: Hvert barn gjöf frá Guði

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi lög um fóstureyðingar í dag og sagði hópi fólks sem eru á móti fóstureyðingum að það yrði að breyta núgildandi lögum.

Forsetinn ræddi við hópinn March for Life en sá hópur heldur árlega kröfugöngu þar sem fóstureyðingum er mótmælt. 

„Í dag er ég mjög stoltur af því að vera fyrsti forsetinn sem ávarpar gönguna ykkar sem nú er haldin í 45. skipti. Þetta er mjög, mjög sérstakt,“ sagði Trump en ávarp hans var tekið upp í Hvíta húsinu og streymt til fólksins.

„Málstaður ykkar er fallegur: Þið viljið byggja upp samfélag þar sem lífinu er fagnað, það er varðveitt og fólk hlúir að því,“ bætti forsetinn við.

Frá göngu hóspins March for Life.
Frá göngu hóspins March for Life. AFP

„Þið elskið öll börn, hvort sem þau hafa fæðst eða ekki, vegna þess að þið trúið því að hvert líf sé heilagt. Hvert barn er í ykkar huga dýrmæt gjöf frá Guði,“ sagði Trump og ítrekaði andstöðu sína við fóstureyðingar.

„Undir minni stjórn munum við ávallt verja fyrsta réttinn í sjálfstæðisyfirlýsingunni; réttinn til lífs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert