Vill grípa til aðgerða gegn talibönum

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að gripið verði til afdráttarlausra aðgerða gegn talibönum eftir að sprengjuárás sem þeir segjast bera ábyrgð á varð að minnsta kosti 95 manns að bana í dag.

„Ég fordæmi þessa fyrirlitlegu bílsprengjuárás í Kabúl í dag sem hefur orðið tugum saklausra borgara að bana og sært hundruð. Þessi morðárás gerir okkur og félaga okkar í Afganistan enn staðfastari,“ sagði Trump í yfirlýsingu.

„Núna eiga öll lönd að grípa til afdráttarlausra aðgerða gegn talibönum og hryðjuverkahópsins sem styður þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert