Minnisblaðið birt á morgun

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Minnisblað, sem deilt hefur verið um í Bandaríkjunum og tengist rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum kosningateymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta við rússnesk stjórnvöld, verður birt á morgun.

Þetta er haft eftir háttsettum embættismanni í Hvíta húsinu í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Minnisblaðið, sem samið var af repúblikönum, er sagt sýna fram á að rannsókn FBI sé ekki hlutlæg gagnvart forsetanum og byggist á andúð á honum.

Búist er við að Trump aflétti leynd af minnisblaðinu og sendi það til Bandaríkjaþings til birtingar samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. FBI hefur lýst miklum áhyggjum af því að minnisblaðið verði birt og lagst gegn því að það verði gert.

Talið er að fram komi í minnisblaðinu að FBI hafi blekkt dómstól til þess að veita heimild til þess að njósna um kosningateymi Trumps. Demókratar telja að tilgangurinn með minnisblaðinu sé að grafa undan rannsókninni á kosningateyminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert