Vinsældir Trumps ekki meiri í tæpt ár

Donald Trump er ánægður með niðurstöður skoðanakönnunarinnar.
Donald Trump er ánægður með niðurstöður skoðanakönnunarinnar. AFP

Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa ekki verið meiri í tæplega ár að því er fram kemur í nýrri könnun fyrirtækisins Rasmussen Reports sem mælir daglega vinsældir forsetans.

Samkvæmt könnuninni, sem birt var á föstudag, eru 49% kjósenda sem spurðir voru sáttir við forsetann. Jafnmargir eru ósáttir við frammistöðu hans. 

Þetta eru mestu vinsældir sem forsetinn hefur mælst með hjá könnunarfyrirtækinu frá því í mars í fyrra. 

Trump hefur fagnað niðurstöðum könnunarinnar á Twitter. Hann segir hana sýna að fleiri séu nú sáttir við störf hans en kusu hann til embættis árið 2016.

Í frétt um könnunina á vef Rasmussen Reports segir að á hverjum degi sé hugur 500 kjósenda til forsetans kannaður í gegnum síma og meðaltal þriggja daglegra kannanna svo birt. Til að ná til þeirra sem ekki hafa heimasíma sé könnunin gerð á netinu. Skekkjumörk eru sögð 2,5%. 

Frétt Time um könnunina.

Frétt MSN um könnunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert