Trump sendi Pútín samúðarkveðju

Rannsakendur skoða svæðið þar sem flugvélin hrapaði.
Rannsakendur skoða svæðið þar sem flugvélin hrapaði. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í Vladimir Pútín, forseta Rússlands, fyrr í dag til að votta honum samúð sína vegna flugslyssins sem varð í grennd við Moskvu í gær. 

Staðfest hefur verið að 71 farþegi og áhöfn sem var um borð í vél á leið frá Moskvu til Orsk fórust þegar vélin hrapaði nokkr­um mín­út­um eft­ir flug­tak frá Domodedovo-flug­vell­in­um í Moskvu í gær.

Talsmaður Hvíta hússins staðfesti símtalið við AFP-fréttastofuna. Rússneskir ráðamenn sögðu að auk þess að hafa rætt flugslysið hefðu forsetarnir rætt friðarferlið í Mið-Austurlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert