Yfir 60 látnir í fimbulkulda í Evrópu

Mikið kuldakast hefur gengið yfir Evrópu síðustu viku.
Mikið kuldakast hefur gengið yfir Evrópu síðustu viku. AFP

„Skepnan úr austri,“ líkt og kuldakastið sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu rúmu viku hefur verið kallað, hefur orðið yfir 60 manns að bana í álfunni. Viðurnefnið má rekja til kaldra vinda sem berast vestur yfir álfuna frá Síberíu.


Frétt mbl.is: Skepnan úr austri bítur fast

Athvörf hafa verið opnuð víða til að tryggja heimilislausu fólki samastað. Mesta mannfallið er í Póllandi þar sem 23 hafa látið lífið. Flestir hinna látnu eru heimilislausir og eru dauðsföllin rakin til kuldans sem og áfengisneyslu þar sem fólk drekkur í þeim tilgangi að ná upp hita, að sögn fréttaritara BBC í Varsjá. Þar hefur mælst 15 gráðu frost síðustu nætur.

Sjö hafa látið lífið í Slóvakíu, sex í Tékklandi, fimm í Litháen og Frakklandi og að minnsta kosti þrír á Spáni. Dauðsföll hafa einnig orðið á Ítalíu, Rúmeníu, Serbíu, Slóveníu, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð og Noregi. 

Snjókoma og miklar frosthörkur hafa sett svip sinn á störf …
Snjókoma og miklar frosthörkur hafa sett svip sinn á störf lestarstarfsmanna í Mílanó á Ítalíu. AFP

Samgöngutruflanir og rafmagnsleysi hafa einnig verið fylgifiskur kuldakastsins sem hefur teygt sig allt frá Miðjarðarhafi til Bretlandseyja þar sem stormurinn Emma gekk á land í gær. Flugumferð í Dublin og Cork hefur tafist verulega frá því í gær og gætir tafanna enn þar sem flugum hefur verið frestað þar til á morgun, laugardag. Þá var herinn einnig kallaður út til að aðstoða þá sem lentu í vandræðum vegna stormsins.

Frétt mbl.is: 10 látnir af völdum stormsins Emmu

Það horfir til betri vegar í mið- og suðurhluta Evrópu næstu daga, en það verður áfram kalt í veðri í norðausturhluta álfunnar.

Snjór hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum íbúum í …
Snjór hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum íbúum í Kænugarði í Úkraínu síðustu daga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert