3.700 sagt upp hjá Airbus

Höfuðstöðvar Airbus í Frakklandi.
Höfuðstöðvar Airbus í Frakklandi. AFP

Flugvélaframleiðandinn Airbus ætlar að segja upp um 3.700 starfsmönnum í Evrópu.

Uppsagnirnar tengjast því að fyrirtækið hefur dregið úr framleiðslu á vélum sínum af tegundunum A380 og A400.

Bæði Airbus og stéttarfélagið Force Ouvriere greindu frá þessu.

Starfsmönnum í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni verður sagt upp.

Airbus-flugvél frá Quantas Airways af tegundinni A380 í flugtaki.
Airbus-flugvél frá Quantas Airways af tegundinni A380 í flugtaki. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert