Öll spjót standa á Rússum

Fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sagði að Rússar bæru ábyrgð á morðtil­ræðinu á Skripal-feðgin­un­um. Þeim var byrlað eitur 4. mars og liggja þau þungt haldin á sjúkrahúsi.

„Bandarísk stjórnvöld telja að Rússar beri ábyrgð á árásinni á þessum tveimur manneskjum í Bretlandi þar sem taugaeitur var notað,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Við verðum að grípa til aðgerða þegar í stað. Annars verður þetta ekki í síðasta skiptið sem við sjáum árás af þessu tagi,“ bætti Haley við.

Bresk stjórnvöld vísuðu í dag 23 rússneskum erindrekum úr landi. Rússar segja það til marks um að Bretar vilji ágreining við Rússa og þeir muni verða fljótir að svara fyrir sig.

Nikki Haley á fundi öryggisráðsins í dag.
Nikki Haley á fundi öryggisráðsins í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert