Fangelsuð eftir að hún giftist dóttur sinni

Misty Velvet Dawn Spann og Patricia Ann Spann.
Misty Velvet Dawn Spann og Patricia Ann Spann. Ljósmynd/Twitter

Kona frá Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi eftir að hún giftist dóttur sinni. Hin 45 ára gamla Patricia Ann Spann játaði brot sitt fyrir dómi og viðurkenndi að hafa gifst 26 ára gamalli dóttur sinni, Misty Velvet Dawn Spann.

Móðirin missti forræði yfir börnum sínum og hitti dóttur sína, Misty Velvet, aftur fyrir fjórum árum. Þær gengur í það heilaga árið 2016 eftir að hjónabönd samkynhneigðra voru gerð lögleg í Oklahoma.

Rannsakendur málsins komust að því að áður hafði Patricia Ann gifst syni sínum. Sonur hennar, sem var 18 ára þegar hann giftist móður sinni árið 2008, lét ógilda brúðkaupið vegna ásakana um sifjaspell.

Misty Velvet lét ógilda brúðkaup mæðgnanna í október í fyrra eftir að hún sagði að móðir hennar hefði platað hana.

Hún sagði að móðirin hefði logið því til að hún hefði haft samband við þrjá mismunandi lögfræðinga sem allir hefðu sagt að ekkert væri að brúðkaupinu.

Patricia Ann fullyrti að hún teldi sambandið löglegt vegna þess að hún væri ekki skráð móðir dóttur sinnar á fæðingarskírteini hennar og hefði eingöngu haft samband við hana tveimur árum fyrir brúðkaupið.

Auk áranna tveggja sem Patricia Ann þarf að dvelja bak við lás og slá verður hún á skilorði í átta ár og verður skráð sem kynferðisbrotamaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert