Hamfarakennd eyðilegging (myndir)

Svona var umhorfs eftir enn eina loftárásina í bænum Hamouria …
Svona var umhorfs eftir enn eina loftárásina í bænum Hamouria í austuhluta Ghouta í byrjun mars. AFP

Aldagamlar stórkostlegar og einstakar byggingar hafa verið jafnaðar við jörðu. Markaðstorgin sem áður iðuðu af lífi eru mannlaus. Skólar, sjúkrahús og vegir hafa verið sprengdir í tætlur. Stríðið í Sýrlandi sem hefur í dag geisað í sjö ár hefur skilið eftir sig hamfarakennda eyðileggingu.

Orrusturnar hafa verið háðar í sveitum, borgum og bæjum. Eftir að þeim lýkur, til dæmis í Aleppo, Homs og Raqqa, hefur átakanleg auðnin blasað við. Nær engin enduruppbygging af hálfu stjórnvalda er hafin á þeim svæðum þar sem hávaðinn frá sprengjunum hefur hljóðnað. Hins vegar reyna íbúarnir sem eftir eru að púsla saman brotum húsa sinna svo þeir hafi skjól.

Uppbyggingin strandar meðal annars á því að erlend ríki og hjálparsamtök eru hikandi við að afhenta stjórn Assads-forseta peninga til uppbyggingarinnar. Þau óttast að þeir fjármunir færu beint í stríðsreksturinn.

Edengarðurinn eyðilagður

Austurhluti Ghouta-héraðs er eitt nýjasta skotmark loftárásanna. Svæðið var áður kallað Edengarðurinn. Nú er því líkt við hlið helvítis. 

Borgin Aleppo, sem eitt sinn var miðja viðskiptalífs Sýrlands, er aðeins skugginn af sjálfri sér eftir blóðugar orrustur síðustu ára. Þúsundir létust í átökunum þar og mjög margir lögðu á flótta. Stjórnarherinn náði borginni á sitt vald í desember árið 2016. Einhver uppbygging hefur þar átt sér stað að frumkvæði íbúanna sjálfra sem snúið hafa aftur til rústa heimila sinna. Gamli borgarhlutinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, varð hvað verst úti í árásunum. Þar var m.a. moska frá 12. öld nær jöfnuð við jörðu.

Borgin Homs er sú þriðja stærsta í Sýrlandi. Hún var kölluð borg hvítra og svartra steina vegna eintaks byggingarstíls. Í henni var að finna kirkjur jafnt sem moskur og bænahús annarra trúarbragða. Flest var þetta eyðilagt í ofsafengnum bardögum sem enduðu með því að herir Assads náðu þar völdum árið 2014. Lítil sem engin uppbygging er hafin í Homs.

Borgin Raqqa var höfuðvígi Ríkis íslams í Sýrlandi. Hópum uppreisnarmanna með hernaðarlegum stuðningi Bandaríkjamanna tókst að ná henni á sitt vald í október í fyrra. Á þeim fjórum árum sem vígamenn Ríkis íslams fóru þar með völd voru margar menningarminjar eyðilagðar. Fátt blasir þar við í dag annað en rústir.

Hér að neðan er að finna yfir 20 myndir af eyðileggingunni eftir sjö ára stríð í Sýrlandi.

Svona var umhorfs í Raqqa í norðurhluta Sýrlands í október …
Svona var umhorfs í Raqqa í norðurhluta Sýrlands í október á síðasta ári er loks tókst að hrekja liðsmenn Ríkis íslams frá borginni. Nær ekkert hefur breyst í þessari áður fögru borg frá því að þessi mynd var tekin. AFP
Uppreisnarmenn á götum Raqqa eftir í október.
Uppreisnarmenn á götum Raqqa eftir í október. AFP
Skemmdir í Raqqa eftir árás sem gerð var þar í …
Skemmdir í Raqqa eftir árás sem gerð var þar í desember. AFP
Hús að hruni komin í Shaar-hverfinu í Aleppo.
Hús að hruni komin í Shaar-hverfinu í Aleppo. AFP
Belhofið var jafnað við jörðu árið 2016. Ljósmyndarinn heldur til …
Belhofið var jafnað við jörðu árið 2016. Ljósmyndarinn heldur til samanburðar á mynd sem hann tók tveimur árum fyrr. AFP
Rústir í borginni Homs í september árið 2016.
Rústir í borginni Homs í september árið 2016. AFP
Kýr bundin við járnarusl í borginni Douma í Austur-Ghouta nú …
Kýr bundin við járnarusl í borginni Douma í Austur-Ghouta nú í mars. AFP
Reykur og ryk eftir loftárás stígur til himins í bænum …
Reykur og ryk eftir loftárás stígur til himins í bænum Zamalka í austurhluta Ghouta. Byggingar frá 3. öld fyrir Krist er að finna á svæðinu. AFP
Drengur dregur vagn á eftir sér milli húsarústa í borginni …
Drengur dregur vagn á eftir sér milli húsarústa í borginni Douma í austurhluta Ghouta héraðs. Þaðan getur engin flúið því svæðið hefur verið í herkví mánuðum saman. AFP
Á gangi yfir rústirnar í Douma í austurhluta Ghouta.
Á gangi yfir rústirnar í Douma í austurhluta Ghouta. AFP
Eyðileggingin í Douma úr lofti.
Eyðileggingin í Douma úr lofti. AFP
Enn ein loftárásin í bænum Harasta í Ghouta.
Enn ein loftárásin í bænum Harasta í Ghouta. AFP
Svona er umhorfs í Sheikh Maqsoud-hverfinu í Aleppo enn þann …
Svona er umhorfs í Sheikh Maqsoud-hverfinu í Aleppo enn þann dag í dag. AFP
Eldur hefur kviknað eftir loftárás í Ghouta. Rústir húsa í …
Eldur hefur kviknað eftir loftárás í Ghouta. Rústir húsa í forgrunni. AFP
Húsarústir í Kafr Batna í Austur-Ghouta.
Húsarústir í Kafr Batna í Austur-Ghouta. AFP
Íbúar í Douma kanna skemmdir eftir loftárás.
Íbúar í Douma kanna skemmdir eftir loftárás. AFP
Stórkostleg mannvirki í hinni fornu borg Palmyra voru eyðilögð árið …
Stórkostleg mannvirki í hinni fornu borg Palmyra voru eyðilögð árið 2015 og 2016. AFP
Íbúar í bænum Hamouria ganga fram hjá húsarústum.
Íbúar í bænum Hamouria ganga fram hjá húsarústum. AFP
Á reiðhjólum milli rústanna í Douma.
Á reiðhjólum milli rústanna í Douma. AFP
Fjölskylda á flótta í loftárás í Douma.
Fjölskylda á flótta í loftárás í Douma. AFP
Þýsk þingnefnd skoðar skemmdir á einstökum byggingum Aleppo nú í …
Þýsk þingnefnd skoðar skemmdir á einstökum byggingum Aleppo nú í mars. AFP
Ríki íslams lagði hluta Palmyra í rúst er samtökin réðu …
Ríki íslams lagði hluta Palmyra í rúst er samtökin réðu þar ríkjum í tíu mánuði. AFP
Skemmdir í Homs árið 2015.
Skemmdir í Homs árið 2015. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert