Nýttu persónuupplýsingar á Facebook

Cambridge Analytica segist hafa eytt upplýsingunum þegar það komst að …
Cambridge Analytica segist hafa eytt upplýsingunum þegar það komst að því hvernig Kogan hafði fengið þær. Facebook segist hins vegar hafa upplýsingar um að það hafi ekki verið gert. AFP

Ríkissaksóknari Massachusetts rannsakar nú ásakanir um að fyrirtækið Cambridge Analytica hafi nýtt persónuupplýsingar Facebook notenda til að reyna að fá ókveðna kjósendur til að kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum haustið 2016, að því er BBC greinir frá.

Breska dagblaðið Observer og hið bandaríska New York Times hafa þegar greint frá því að persónuupplýsingar um 50 milljóna manna af Facebook hafi verið nýttar, án þeirrar vitneskju, til að útbúa umfangsmikinn gagnagrunn um bandaríska kjósendur. Eru forsvarsmenn Facebook sagðir hafa úthýst tveimur fyrirtækjum frá samfélagsmiðlinum eftir að fréttir bárust af málinu.

Seldi upplýsingarnar áfram til Cambridge Analytica

Cambridge Analytica neitar því að hafa gert nokkuð rangt og það gerir Facebook raunar líka að sögn BBC. Fyrirtækið, sem er bandarískt, hefur áður ratað í fréttirnar fyrir hlutverk sitt í kosningaframboði Trump. Á það að hafa veitt starfsmönnum framboðsins ítarlegar upplýsingar um bandaríska kjósendur.

Ásakanirnar beinast gegn Alexandr Kogan, prófessor við Cambridge háskóla í Bretlandi. Hann er sagður hafa þróað með leyfi Facebook app fyrir samfélagsmiðilinn sem var sett í loftið í nóvember 2013 og sem nefnist „thisisyourdigitallife“, sem útleggja má sem þettaerþitt stafrænalíf. Appið tengdist ekki störfum hans fyrir háskólann heldur var um að ræða persónuleikapróf þar sem notendur voru beðnir um að heimila aðgang að prófíl sínum og vina sinna.

Kogan er sagður hafa selt upplýsingarnar áfram til Cambridge Analytica, sem sé í trássi við stefnu Facebook.

„Við misnotuðum Facebook“

Fyrrverandi starfsmaður Cambridge Analytica, Christopher Wylie, sagði í samtali við Guardian að hann hafi starfað með Kogan, sem hafi fengið persónuupplýsingarnar milljónir manna í gegnum appið.

„Við misnotuðum Facebook ...og byggðum módel til að notfæra okkur það sem við vissum um notendurna og til að beina spjótum okkar að innri djöflum þeirra. Það var grundvöllurinn sem allt fyrirtækið byggði á,“ sagði Wylie.

Cambridge Analytica segir hins vegar að þegar að fyrirtækið hafi komist að því hvernig upplýsingar Kogan voru fengnar, þá hafi það eytt öllum skjölum þeim tengdum og að það hafi verið gert strax í desember 2015.

Engar þeirra upplýsinga hafi verið nýttar í kosningaherferð Trumps og að fyrirtækið hafi hvorki nýtt sér né geymt Facebook prófíla.

Í yfirlýsingu frá Facebook segir hins vegar að fyrirtækið hafi „fengið fréttir af að, andstætt þeim vottunum sem það hafi fengið, þá hafi ekki öllum gögnum verið eytt“. Þá sagði talsmaður Facebook einnig að þau gögn hafi ekki verið fengið með tölvuþjófnaði.

„Fólk veitti sjálft upplýsingarnar, ekki var brotist inn í nein kerfi og hvorki lykilorð né viðkvæmum upplýsingum var stolið eða brotist inn í þær,“ sagði talsmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert