Taugaeitur fannst á heimili Skripal

Sergei Skripal og dóttir hans Yulia.
Sergei Skripal og dóttir hans Yulia.

Skripal-feðginin komust líklega fyrst í tæri við taugaeitrið sem var notað gegn þeim á  heimili sínu. Lögreglan í London greinir frá þessu.

Sergei Skripal og dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð á Englandi 4. mars og liggja þau enn þungt haldin á spítala.

Í yfirlýsingu lögreglunnar sem BBC greinir frá segir að rannsóknin beinist nú að heimili feðginana. Mesta magn sem fundist hefur af eitrinu mældist við útidyrahurð íbúðarinnar. Nágrönnum feðginanna er ekki talin stafa hætta af eitrinu.

Heimili Skripal og nánasta nágrenni verður áfram rannsakað en um 250 lögreglumenn koma að rannsókninni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert