Verða látnir svara til saka

Theresa May á blaðamannafundinum í dag.
Theresa May á blaðamannafundinum í dag. AFP

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og stuðningsmenn hans verða látnir svara til saka ef staðfest verður að eiturefnaárás hafi verið gerð á bæinn Douma sem er undir stjórn uppreisnarmanna.

Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

„Ef þetta verður staðfest þá er þetta enn eitt dæmið um grimmd ríkisstjórnar Assad og skeytingarleysi hennar gagnvart eigin fólki og lagalegrar skyldu hennar til að nota ekki þessi vopn,“ sagði May eftir viðræður við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

„Ef í ljós kemur að þeir hafi borið ábyrgð á þessu, bæði ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar, þar á meðal Rússar, verða þeir látnir svara til saka.“

Sýrlendingar og Rússar hafa vísað á bug ásökunum um að sýrlenskar hersveitir hafi staðið á bak við árásina.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði fyrr í dag að rússneskir sérfræðingar hefðu ekki fundið nein sönnunargögn sem bendi til þess að eiturefnaárárs hafi verið gerð á Douma.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert