Óásættanleg ógn við öryggi í heiminum

Nikki Haley á fundi öryggisráðsins í dag.
Nikki Haley á fundi öryggisráðsins í dag. AFP

Frakkland varaði við því í dag að stjórn Sýrlands hefði gengið of langt eftir endurtekna notkun efnavopna. Frakkar heita því að mæta slíkum árásum sem þeir segja ógn við alla heimsbyggðina.

Franco­is Delattre, sendi­herra Frakk­lands gagn­vart Sam­einuðu þjóðunum, sagði á fundi öryggisráðsins að leiðtogar ríkja heimsins yrðu að bregðast við ítrekuðum eiturefnaárásum í Sýrlandi.

„Frakkar bera ábyrgð til að reyna að binda enda á þessa óásættanlegu ógn við öryggi í heiminum,“ sagði Delattre.

Bandaríkin, Bretland og Frakkland íhuga sameiginlega hernaðaraðgerð til að bregðast við árásinni í Douma um síðustu helgi þar sem í það minnsta 40 mann létust.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hernaðaraðgerðir. Hún undirstrikaði mikilvægi þess að taka vel ígrundaða ákvörðun.

Sýrlandsstjórn og Rússar neita því að standa á bak við meinta efnavopnaárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert