Drápu svartan óvopnaðan mann

Lögreglan í Kaliforníu skaut fyrr í mánuðinum svartan þriggja barna föður til bana fyrir utan Walmart-verslun. Maðurinn var óvopnaður og sat í bíl sínum fyrir utan verslunina þegar lögreglan skaut hann til bana.

Lögreglan skaut 30 skotum að Diante Yarber, 26 ára, og hæfðu 24 skot hann að sögn lögmanns hans, Lee Merritt.

Merritt greindi frá þessu í gær en atvikið átti sér stað 4. apríl í bænum Barstow, sem er í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Los Angeles. Mariana Tafoya, sem var farþegi í bifreiðinni, er á batavegi á sjúkrahúsi eftir skotáverka.

Að sögn lögreglu var hún að bregðast við tilkynningum um grunsamlegt ökutæki. Tveir farþegar í bifreið Yarber voru handteknir en látnir lausir fljótlega. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóraembættinu í San Bernardino töldu lögreglumennirnir að Yarber hefði stolið bifreiðinni. Aftur á móti segir Merritt að bifreiðin, svartur Ford Mustang, væri í eigu ættingja Yarber.


Merritt ætlar ekki að höfða málið á grundvelli kynþáttahaturs en Starbucks hefur ákveðið að loka átta þúsund kaffihúsum í Bandaríkjunum 29. maí og senda starfsfólk sitt á námskeið þar sem það verður frætt um rasisma. Þetta kom fram í tilkynningu frá kaffihúsakeðjunni í gær en líkt og greint var frá á mbl.is voru tveir svartir menn handteknir á staðnum þar sem þeir biðu eftir vini sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert