Karl verði þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins

Karl Bretaprins.
Karl Bretaprins. AFP

Karl Bretaprins verður næsti þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Elísabet Bretadrotting er núverandi þjóðhöfðingi þess en hún hafði lýst því yfir að það væri einlæg von sín að Karl tæki við af henni þegar þar að kæmi.

Forystumenn aðildarríkja Samveldisins hafa fundað um málið fyrir luktum dyrum í Windsor-kastala í Bretlandi en sú hugmynd hafði meðal annars komið upp að embættið færðist til skiptis á milli ríkjanna. En heimildir BBC herma að Karl hafi verið samþykktur.

Emblætti þjóðhöfðingja ríkja Samveldisins, sem áður hét Breska samveldið, erfist ekki líkt og breska krúnan. Fyrir vikið var ekki sjálfgefið að Karl tæki við af móður sinni. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, höfðu áður lýst opinberlega yfir stuðningi við að Karl yrði þjóðhöfðingi ríkja Samveldisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert