Dæmdur fyrir að skjóta piltinn til bana

Ben Deri, lögreglumaðurinn sem dæmdur var í dag fyrir að …
Ben Deri, lögreglumaðurinn sem dæmdur var í dag fyrir að skjóta ungan Palestínumann til bana. AFP

Ísraelskur lögreglumaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa skotið palestínskan ungling til bana árið 2014. Atvikið var tekið upp á myndband sem var því lykilgagn í málinu. Dómurinn var kveðinn upp við dómstól í Ísrael. 

Lögreglumaðurinn er 24 ára og heitir Ben Deri. Hann var einnig dæmdur til að greiða fjölskyldu fórnarlambsins, Nadeem Nuwarah, bætur. Pilturinn var sautján ára er hann var skotinn til bana þann 15. maí árið 2014 í átökum sem höfðu brotist út á milli ísraelskra hermanna og palestínskra mótmæla á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum. Palestínumennirnir höfðu verið að minnast þeirra „hörmunga“ sem stofnun Ísraelsríki árið 1948 hafði haft í för með sér. 

Foreldrar Nadeem Nuwarah sem var skotinn til bana af lögreglumanni …
Foreldrar Nadeem Nuwarah sem var skotinn til bana af lögreglumanni árið 2014. AFP

Hundruð þúsunda Palestínumanna urðu að flýja heimili sín í stríðinu sem braust út í aðdraganda stofnunar Ísraelsríkis.

Á myndbandi sem fréttamaður CNN tók upp í mótmælunum sást hvar einn maður úr hópi fimm eða sex landamæravarða skaut á unga manninn.

Nú nálgast enn og aftur sá dagur, 15. maí, sem markar stofnun Ísraelsríkis. Eins og undanfarin ár er von á því að Palestínumenn muni mótmæla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert