Skaut á sex innflytjendur

Luca Traini á allt að 15 ára fangelsi yfir höfði …
Luca Traini á allt að 15 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir morðtilraun og hatursglæp. AFP

Réttarhöld yfir hægri öfgamanninum Luca Traini hófust á Ítalíu í dag en Traini skaut á sex afríska innflytjendur í byrjun febrúar í bænum Macerata.

Traini á allt að 15 ára fangelsi yfir höfði sér eftir að hann skaut sex innflytjendur út úr bíl á ferð. Traini hóf skothríðina eftir að ung ítölsk kona, Pamela Mastropietro, var myrt en talið er að nígerískir dópsalar hafi myrt hana.

Fjöldi fólks fordæmdi skotárás Traini en á sama tíma fékk hann einnig góðar kveðjur. Enginn stjórnmálamaður heimsótti fórnarlömb hans á spítala.

Traini er ákærður fyrir morðtilraun og kynþáttahatur.

Traini, sem er fyrrverandi öryggisvörður, viðurkenndi að hafa skotið úr byssu en neitar því að hafa beint skotum sínum að afrískum innflytjendum. Hann kveðst hafa verið að reyna að skjóta á dópsala.

„Ég vildi skjóta dópsalana, þá sem drápu Pamelu. Það er ekki mér að kenna að allir dópsalarnir í Macerata eru svartir,“ sagði Traini fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert