„Íranir fóru yfir strikið“

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, segir að Íranir hafi farið yfir strikið með því að skjóta flugskeytum að ísraelskum hersveitum frá Sýrlandi í gær.

Eins og greint var frá í morgun gerðu íranskar hersveitir árás í nótt á bækistöðvar Ísraelshers í Gólanhæðum í Sýrlandi en alls var um 20 flugskeytum skotið.

Árás­un­um var svarað og seg­ir Avigdor Li­berm­an, varn­ar­málaráðherra Ísra­els, að ísra­elska hern­um hafi tek­ist að skemma nær all­ar her­stöðvar Írans í Sýr­landi.

„Íranir fóru yfir strikið og viðbrögðin okkar voru afleiðing þeirra gjörða,“ sagði Netanyahu í myndskeiði í dag.

„Árás ísraelska hersins á írönsk skotmörk í Sýrlandi var víðtæk,“ bætti Netanyahu við. „Við munum ekki leyfa Írönum að koma sér fyrir hernaðarlega í Sýrlandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert