Starbucks opnar salernin

Howard Schultz, framkvæmdastjóri Starbucks.
Howard Schultz, framkvæmdastjóri Starbucks. AFP

Kaffi­hús­aris­inn Star­bucks ætlar að taka upp nýja stefnu þar sem fólk þarf ekki að kaupa eitthvað inni á stöðunum áður en það notar salerni. Ákvörðun Starbucks kemur í kjölfar þess að tveir svartir menn voru handteknir í síðasta mánuði á meðan þeir biðu eft­ir vini sín­um á einu kaffi­húsa keðjunn­ar í Fíla­delfíu.

Rekstr­ar­stjóri kaffi­húss­ins kom til mann­anna og bað þá um að fara eft­ir að þeir höfðu beðið um að fá að nota snyrt­ingu staðar­ins. Menn­irn­ir sögðu þá starfs­fólk­inu að þeir væru að bíða eft­ir vini sín­um og neituðu að yf­ir­gefa staðinn.

Lög­reglu­stjór­inn í Fíla­delfíu seg­ir lög­reglu­menn­ina hafa verið í rétti til að hand­taka menn­ina þar sem starfs­fólk staðar­ins hafi sagt þeim að menn­irn­ir væru þar í óleyfi. For­stjóri Star­bucks seg­ir að ekki hafi átt að kalla til lög­reglu vegna þessa máls. 

„Við viljum ekki verða almenningssalerni. Við ætlum hins vegar alltaf að taka rétta ákvörðun og afhenda fólki lykilinn,“ sagði Howard Schultz, framkvæmdastjóri Starbucks.

„Allir eru velkomnir á Starbucks,“ bætti hann við.

Starbucks.
Starbucks. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert