Arababandalagið krefst rannsóknar

Ahmed Abul Gheit, til vinstri, ræðir við utanríksráðherra Sádi-Arabíu, Adel …
Ahmed Abul Gheit, til vinstri, ræðir við utanríksráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir . AFP

Arababandalagið hefur óskað eftir því að alþjóðleg rannsókn fari fram á meintum glæpum ísraelskra hersveita gegn Palestínumönnum eftir fjöldamótmæli á Gaza þar sem tugir mótmælenda voru drepnir.

Tugir þúsunda hafa mótmælt við landamæri Gaza og Ísraels síðan 30. mars. Þess hefur verið krafist að palestínskir flóttamenn fái að snúa aftur til heimila sinna sem núna eru í Ísrael.

Fjölmennustu mótmælin voru haldin á sama tíma og Bandaríkin fluttu sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem á mánudaginn. Þá drápu hersveitir Ísraela um 60 Palestínumenn.

„Við förum fram á marktæka alþjóðlega rannsókn á glæpunum sem voru framdir af hernámsliðinu,“ sagði Ahmed Abud Gheit, yfirmaður bandalagsins, á fundi með utanríkisráðherrum arabaríkja í Kaíró.

Bretar hvöttu fyrr í vikunni til óháðrar rannsóknar á atburðunum á Gaza. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert