Nú ákærð fyrir að dreifa áróðri

Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld …
Nazanin Zaghari-Ratcliffe og Richard Ratcliffe. Myndin er tekin á gamlárskvöld 2011. Wikipedia/MrZeroPage

Bresk írönsk kona, Nazanin Zaghari-Ratcliffe, sem situr í fangelsi í Teheran, var leidd fyrir dómara í borginni um helgina þar sem lesnar voru upp nýjar ákærur á hendur henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiginmanni hennar, Richard Ratcliffe. Eiginkona hans hefur verið á bak við lás og slá í Íran í tvö ár. 

Að sögn Ratcliffe fékk eiginkona hans að tala við sendiherra Bretlands í Teheran, Rob Macaire. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem hún fær að eiga samskipti við einhvern úr sendiráðinu. Hún er nú ákærð fyrir að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum í Íran. 

Zaghari-Ratcliffe, er bæði með breskan og íranskan ríkisborgararétt. Hún starfar fyrir  fjölmiðlafyrirtækið Thomson Reuters Foundation. Hún var handtekin á alþjóðaflugvellinum í Teheran í apríl 2016 og í kjölfarið dæmd í fimm ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður. Hún hefur alltaf neitað sök. Dóttir þeirra hjóna, Gabriella, er þriggja ára gömul og er í umsjón móðurforeldra sinna í Íran.

Vefur til stuðnings fjölskyldunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert