Sikiley hætti sem flóttamannabúðir Evrópu

Matteo Salvini.
Matteo Salvini. AFP

Nýr innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að Sikiley verði að afsala sér því hlutverki að vera flóttamannabúðir Evrópu. Hann heimsótti eyjuna um helgina og segir að ný ríkisstjórn landsins boði ekki harðlínustefnu í garð innflytjenda heldur sé þetta heilbrigð skynsemi.

Með því að vísa fleirum úr landi og takmarka komu nýrra flóttamanna muni að lokum bjarga mannslífum. Samkvæmt frétt BBC eru efasemdir um hvernig Salvini ætlar sér að koma áætlunum sínum í framkvæmd. 

AFP

Ítalía er helsti komustaður flóttafólks sem kemur frá Norður-Afríku til Evrópu þrátt fyrir komum hafi fækkað.

Ný ríkisstjórn Ítalíu, ríkisstjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sór embættiseið fyrir helgi eftir nokkurra mánaða stjórnarkreppu í þessu fjórða stærsta hagkerfi evru-svæðisins.

Bandalagið hefur barist hart gegn innflytjendum og ber nýr stjórnarsáttmáli þess merki. Salvini, sem er formaður Bandalagsins, ræddi við fréttamenn í hafnarborginniCatania á Sikiley í gær. „Það er komið nóg af því að Sikiley séu flóttamannabúðir Evrópu. Ég mun ekki standa hjá og gera ekkert á meðan sífellt fleiri koma að landi. Við þurfum á brottvísunarmiðstöðvum að halda.“

AFP

Hann bætti við að það væri besta leiðin til þess að bjarga lífi fólks væri að koma í veg fyrir að það komist um borð í bátana. Allt kapp verði lagt á að draga úr örvæntingarfullu fólki sem hefði þá tálsýn að í Catania, á Sikiley, á Ítalíu sé nóg húsnæði og vinna fyrir alla. „Það er ekki nóg húsnæði eða vinna fyrir Ítali. Hvað þá hálfa Afríku.“

Nyamet Steven er 11 ára gömul og er frá Súdan.
Nyamet Steven er 11 ára gömul og er frá Súdan. AFP
Angelina Anyanya er 10 ára gömul og býr í flóttamannabúðum …
Angelina Anyanya er 10 ára gömul og býr í flóttamannabúðum í Afríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert