Ósáttur við landslið Argentínu

Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman.
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman. AFP

Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman, er afar ósáttur við argentínska knattspyrnulandsliðið fyrir að hafa hætt við að leika vináttuleik gegn Ísrael í Jerúsalem. Segir hann liðið hafa gefist upp fyrir hefndinni.

Hann segir að það sé til skammar af hálfu knattspyrnuliðsins að standast ekki þrýstinginn frá þeim sem hati Ísrael.

Lieberman skrifar þetta á Twitter í morgun en þetta eru fyrstu viðbrögð ísraelskra ráðamanna við ákvörðun landsliðsins í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert