Fordæma ofbeldi Ísraela á Gaza

Ályktunin var samþykkt með 120 atkvæðum gegn 8 en 45 …
Ályktunin var samþykkt með 120 atkvæðum gegn 8 en 45 ríki greiddu ekki atkvæði. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld, með atkvæðum 120 ríkja, ályktun þar sem Ísraelar eru fordæmdir vegna ofbeldis og drápa á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu. Bandaríkin gerðu tilraun til að fá í gegn að Hamas-samtökin yrðu einnig fordæmd, en sú tillaga var felld. AFP-fréttastofan greinir frá.

Átök á Gaza-svæðinu hafa stigmagnast síðustu viku og um 130 Palestínu­menn hafa fallið fyr­ir hendi Ísra­ela síðan mót­mæli brut­ust út á Gaza í lok mars. Eng­inn Ísra­eli hef­ur látið lífið á þeim tíma.

Ályktunin var samþykkt með 120 atkvæðum gegn 8 en 45 ríki greiddu ekki atkvæði. 193 ríki eiga sæti á allsherjarþinginu. Bandaríkjamenn lögðu til þá breytingatillögu að fordæma Hamas-samtökin en sú tillaga náði ekki tveimur þriðju hluta atkvæða og var því felld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert