„Takk fyrir, Kim“

Donald Trump og Kim Jong-un.
Donald Trump og Kim Jong-un. AFP

„Veröldin hefur stigið stórt skref til að koma í veg fyrir hörmungar af völdum kjarnavopna!“ skrifaði Donald Trump á Twitter-síðu sína eftir fund sinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

„Engin fleiri eldflaugaskot og ekki fleiri kjarnorkutilraunir eða rannsóknir. Gíslarnir eru komnir aftur heim til fjölskyldna sinna. Takk fyrir, Kim formaður, dagurinn sem við áttum saman var sögulegur!“

Forsetinn bætti við að stjórnmálskýrendur og sérfræðingar sem hafi ekki sjálfir geta stuðlað að friði hafi grátbeðið um að friði yrði komið á á Kóreuskaga. Um leið og hann hafi hitt Kim Jong-un hafi sama „hatursfulla“ fólkið verið á öðru máli og ráðið bandarískum stjórnvöldum frá því að hitta hann.

Trump þakkaði Kim Jong-un fyrir að hafa með hugrekki sínu tekið fyrsta skrefið í átt að bjartri framtíð fyrir þjóð sína.

„Okkar fundur sem á sér enga hliðstæðu og er sá fyrsti á milli bandarísks forseta og leiðtoga Norður-Kóreu, sannar að alvöru breytingar eru mögulegar!“

Hann bætti því að engin takmörk séu fyrir því hvaða árangri Norður-Kórea getur náð þegar landið afvopnast og hefur eðlileg viðskipti og samskipti við umheiminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert