Vændishúsaeigandi sækist eftir þingsæti

Dennis Hof.
Dennis Hof. AFP

Dennis Hof, kaupsýslumaður sem er einkum þekktur fyrir að eiga og reka sjö vændishús í Nevada-ríki í Bandaríkjunum, sækist nú eftir þingsæti 36. umdæmis Nevada-ríkis fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Hann segir að slagorð sitt í kosningabaráttunni verði líkast til „Gerum Nevada Nevada aftur.“ Hof, sem er 71 árs, hefur nú þegar áunnið sér tilnefningu repúblikana og þykir töluvert líklegri til að vinna sæti umdæmisins en andstæðingur hans og líkleg tilnefning demókrata, Lesia Romanov.

Hof segir að ferill sinn í stjórnmálum sé aðallega tilkominn fyrir sakir Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Það er orðin til glæný tegund af stjórnmálum vegna þess sem Donald Trump hefur tekist. Hann opnaði þessar dyr.“

Misjafnt er hvort repúblikanar í Nevada styðji Hof eða ekki. Tilnefning flokksins til ríkisstjóra, Adam Laxalt, er meðal þeirra sem ekki styðja hann en á meðal þingmanna fylkisins er ákveðin sundrung. Sjálfur segir Hof líklegt að þeir Repúblikanar sem styðji hann ekki gætu lent í vandræðum með dreifbýlli svæði Nevada, en mörg af vændishúsum Hof eru einmitt staðsett þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert