Gróðureldar við Manchester

Glatt logar í lyngheiðunum á norðvesturhluta Englands.
Glatt logar í lyngheiðunum á norðvesturhluta Englands. AFP

Slökkviliðsmenn á Norður-Englandi berjast nú við gróðurelda í nágrenni Manchester. Tugir húsa hafa verið rýmdir vegna eldanna.

Lögreglan segir eldana mikla og hafa þeir í dag haldið áfram að breiðast út um lyngheiðar á svæðinu. Herinn er sagður í viðbragðsstöðu. 

„Slökkviliðsmenn hafa unnið við gríðarlega erfiðar aðstæður í hita og reyk,“ segir slökkviliðsstjóri í Manchester. Hann segir að ákveðið hafi verið að rýma hús í næsta nágrenni eldanna þar sem óttast var að eldurinn myndi læsa sig í þau.

Gróður brennur á um sex kílómetra svæði, sem er óalengt hvað slíka elda varðar á Bretlandseyjum. Gróðureldar eru í raun fágætir í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert