Samkomulag eftir átakafund

Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn sem hefur tekið …
Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn sem hefur tekið harða afstöðu til málefna flóttamanna. AFP

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um málefni flóttamanna á fundi sem stóð í alla nótt. Forsætisráðherra Ítalíu segir að samkomulagið þýði að land hans beri ekki lengur eitt ábyrgð á málinu í álfunni. Um átakafund var að ræða.

Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte fer fyrir nokkurra vikna gamalli ríkisstjórn sem ætlar að taka harða afstöðu í málefnum flóttamanna. Hann neitaði að samþykkja tillögu sem lögð var fyrir fundinn í Brussel en gerði það að lokum eftir að kröfum hans hafði verið mætt í samkomulaginu.

Ítalir hafa á síðustu vikum neitað bátum með flóttafólk að koma þar að landi. Þessi harða afstaða hefur vakið ólgu í álfunni. Flóttafólk sem kemur inn í Evrópu í ár er um 98% færra en þegar mest lét árið 2015. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræðir málin við fréttamenn að loknum fundinum …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræðir málin við fréttamenn að loknum fundinum í Brussel í nótt. AFP

„Í dag er Ítalía ekki lengur ein á báti. Við erum sátt,“ sagði Conte við fréttamenn að afloknum fundinum í morgun. 

Leiðtogarnir 28 hafa samþykktu í nótt að taka til skoðunar að koma upp aðstöðu utan ESB, líklega í norðurhluta Afríku, sem hefði það hlutverk að letja flóttafólk til að fara um borð í báta smyglara á leið til Evrópu.

Þá geta aðildarríki ESB samkvæmt samkomulagið komið sér upp sérstökum búðum eða miðstöðvum þar sem tekið yrði á móti flóttafólkinu á meðan unnið er úr þeirra málum, þ.e. hvort því verði snúið aftur til síns heima eða þeim veitt hæli. Það er hverju ríki í sjálfvald sett hvort það kemur á fót fyrirkomulagi sem þessu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði að samvinna innan Evrópu gerði slíkt mögulegt. 

 Einnig var samþykkt að grípa til aðgerða sem stöðvi straum flóttafólks frá Ítalíu og öðrum ESB-ríkjum til Þýskalands. AngelaMerkel kanslari Þýskalands hefur átt í erfiðleikum í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna innflytjendamála og er þessi klausa samkomulagsins íBrussel talin vera gerð til að rugga ekki þeim báti.

Angela Merkel ræðir við kansalara Austurríkis, Sebastian Kurtz, á fundi …
Angela Merkel ræðir við kansalara Austurríkis, Sebastian Kurtz, á fundi leiðtoga ESB í Brussel í gærkvöldi. AFP

„Eftir ákafar umræður um það sem er mögulega mesta áskorun Evrópusambandsins eru það góð skilaboð að við höfum náð að setja saman texta í sameiningu,“ sagði Merkel eftir fundinn.

Í samkomulaginu eru öll aðildarríki ESB hvött til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir að flóttafólk sem kemur til landa á borð við Ítalíu og Grikkland flytji svo til Þýskalands. 

Um ein milljón manna hefur fengið hæli í Þýskalandi frá árinu 2015. 

Lestu valda kafla úr samkomulaginu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert