Óþekkta efnið var Novichok

Parið fannst í þessu húsi í Amesbury í dag.
Parið fannst í þessu húsi í Amesbury í dag. AFP

Parið sem fannst meðvitundarlaust í húsi í Amesbury í Bretlandi á laugardag komst í snertingu við Novichok, sama taugaeitrið og notað var til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal og Yuliu dóttur hans í marsmánuði.

Þetta hefur lögregla í Bretlandi staðfest við fjölmiðla, en BBC greinir frá.

Bærinn Amesbury er einungis nokkra kílómetra frá Salisbury, þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni í mars.

Talið er að fólkið heiti Charlie Rowley og Dawn Stur­gess, þau eru 45 og 44 ára göm­ul, en það hefur ekki fengist staðfest hjá yfirvöldum. Þau eru bæði talin í lífshættu.

Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sérstaklega hafi verið ráðist að parinu með eitrinu, en ýmsir staðir í Amesbury og Salisbury hafa verið lokaðir almenningi þar sem ekki er vitað hvar þau Rowley og Sturgess komust í snertingu við efnið banvæna.

Fréttin var uppfærð kl. 23:09. 
Áður sagði að parið hefði fundist meðvitundarlaust í dag, en hið rétta er að þau fundust meðvitundarlaus í húsi í Amesbury á laugardag.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert